Um rammaáætlun

Um ramma áætlun 3

Saga rammaáætlunar; aðdragandi og tilurð, hugmyndafræði, verklag og aðferðafræði, auk heimilda-skrár verkefnisins.

Lesa meira


1. áfangi: Nýting

Forsíðu greinar2

Fyrsti áfangi, 1999-2003, skilaði mati á 19 virkjunarkostum í 10 jökulám og 24 kostum á 11 háhitasvæðum.

Lesa meira


2. áfangi: Vernd og nýting

íðu greina3

Lesa meira


Umsagnir 2011

Samráðs- og kynningarferli

Hér má finna allar umsagnir sem bárust um drög að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða. Umsagnarferlinu lauk 11. nóvember 2011.

Lesa meira


Fréttir

Virkjunarkostir í 3. áfanga - 3/25/14

Þann 10. mars sl. sendi Orkustofnun verkefnisstjórn lista yfir virkjunarkosti til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar. Á listanum eru 55 kostir í vatnsafli, 38 kostir í jarðhita og 4 í vindorku. Alls fól Orkustofnun verkefnisstjórn því að fjalla um 91 virkjunarkost.


Nýir kostir sem ekki hafa hlotið umfjöllun í fyrri áföngum rammaáætlunar  eru 27 talsins. Þar af eru 15 í vatnsafli, 8 í jarðhita og fjórir í vindorku og er það í fyrsta sinn sem rammaáætlun metur annars konar orkukosti en í vatnsafli og jarðvarma. Af þeim 62 virkjunarkostum á lista Orkustofnunar sem voru flokkaðir í 2. áfanga rammaáætlunar lentu 30 í biðflokki, 13 í orkunýtingarflokki og 19 í verndarflokki.


Bréf Orkustofnunar og lista stofnunarinnar yfir virkjunarkosti má finna hér að neðan.


Virkjunarkostir í 3. áfanga - bréf Orkustofnunar


Verkefnisstjórn

Lagt til að Hvammsvirkjun fari í orkunýtingarflokk - 3/28/14

Verkefnisstjórn 3. áfanga áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlunar) leggur til að Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár verði flutt úr biðflokki rammaáætlunar í orkunýtingarflokk. Verkefnisstjórnin hefur skilað Sigurði Inga Jóhannssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra tillögu sinni að afloknu 12 vikna almennu umsagnarferli sem lauk 19. mars sl. Eftir samráð umhverfis- og auðlindaráðherra og iðnaðar- og viðskiptaráðherra var tillagan lögð óbreytt fyrir ríkisstjórn í morgun sem samþykkti að leggja hana fram á Alþingi.


Í greinargerð verkefnisstjórnar kemur fram að niðurstaðan sé fengin að teknu tilliti til fyrirliggjandi upplýsinga og með hliðsjón af mati faghóps um laxfiska í Þjórsá. Er þar m.a. vísað í skýrslu sérfræðihóps um laxfiska í Þjórsá og nýlegar upplýsingar frá Landsvirkjun sem faghópur fór yfir. Var það niðurstaða faghópsins að óvissa varðandi áhrif Hvammsvirkjunar á laxfiska hefði minnkað nægjanlega til að réttlætanlegt væri að færa virkjunina í nýtingarflokk. Að teknu tilliti til þessa leggur verkefnisstjórn til að Hvammsvirkjun verði flutt úr biðflokki í orkunýtingarflokk.


Alls bárust 33 umsagnir í 12 vikna almennu umsagnarferli sem lauk 19. mars. Alls voru um 55% umsagna frá einstaklingum, 30% frá fyrirtækjum og samtökum innan atvinnulífsins, 12% frá náttúruverndarsamtökum og 3% eða ein umsögn frá Veiðifélagi Þjórsár.


Yfirferð verkefnisstjórnar á umsögnunum leiddi í ljós að þær lutu í stórum dráttum að 12 efnisatriðum. Umfjöllun verkefnisstjórnar um hvert efnisatriði er að finna í greinargerð verkefnisstjórnar.


Hvað varðar aðra virkjunarkosti gerir verkefnisstjórnin ekki tillögu á þessu stigi um breytingu á þeirri röðun virkjunarkosta sem fram kemur í þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða sem samþykkt var á Alþingi 14. janúar 2013.


Séráliti skilaði fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem taldi að auk Hvammsvirkjunar hefðu tveir aðrir virkjanakostir í neðri Þjórsá einnig átt að fara úr biðflokki í orkunýtingarflokk.


Innsendar umsagnir má finna undir flipanum „Umsagnir 2014“ ofarlega á þessari síðu. Greinargerð verkefnisstjórnar er að finna hér fyrir neðan.


Tillaga verkefnisstjórnar RÁ3 um flokkun virkjunarkosta mars 2014
Útlit síðu: